Fjölskyldan á Nýjabæ

Nýibær undir Eyjafjöllum

Ábúendur á Nýjabæ eru Edda og Jón Örn ásamt börnunum Hauki Inga, Dóru Maríu og Arnari Bjarna. Við fluttum úr borginni vorið 2010 til að gerast bændur en það vor er eftirminnilegt vegna eldgosa. Okkur grunaði ekki þegar við tókum við lyklunum að það yrði hringt í okkur um 6 tímum síðar og sagt að gos væri hafið í næsta nágrenni, eða á Fimmvörðuhálsi. Í kjölfarið fylgdi svo mikið eldgos í Eyjafjallajökli, sem við fylgdumst með út um eldhúsgluggann.

Nýibær er staðsettur 3 km sunnan við þjóðveg 1 undir Vestur-Eyjafjöllum við Sandhólmaveg (nr.247). Næstu bæir eru Fornusandar, Seljalandssel, Fitjamýri, Fit, Sauðhúsvöllur, Hvammur, Efri- og Syðri-Hóll, Efra og Syðra-Holt og Kvíhólmabæir.

Þótt við höfum mest allt okkar líf búið í höfuðborginni höfum við verið með aðra löppina í sveitinni bæði í tengslum við hestamennsku og svo var Jón Örn vinnumaður í sveit í 10 sumur frá 6 ára aldri, fyrst á Túni í Flóa og síðar á Vatnsskarðshólum í Mýrdal. Edda hefur stundað hestamennsku frá fermingu og lauk síðar prófi frá Háskólanum á Hólum í tamningum. Jón Örn lauk prófi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Báðar greinar nýtast vel í landbúnaðinum, enda er hann alltaf að tæknivæðast meir og meir.

Nýibær og Eyjafjallagosið 2010

counter