Kjötið og vinnslan
Við seljum eingöngu gæða ungnautakjöt sem metið hefur verið af kjötmatsmönnum sem vinna hjá sláturhúsinu og bera faglega ábyrgð gagnvart Matvælastofnun. Öll vinnsla er á höndum kjötiðnaðarmanna SS, en þeir hafa unnið til fjölmargra verðlauna á sínu sérsviði.
Kjötið
Við kjötræktina höfum við að leiðarljósi hreinleika og gæði fóðurs sem er að langstærstum hluta heimaræktað hér á túnum og ökrum á býlinu okkar og vinnum markvisst að ræktun á gripum sem gefa af sér mikil kjötgæði. Við notum ekkert fóður af erfðabreyttum (GMO) plöntum og notum engin lyf, hormón eða önnur vaxtarhvetjandi inngrip.Vinnslan
Að okkar beiðni er kjötið látið hanga í a.m.k.10 daga í sláturhúsi SS til að meyrna. Nákvæmnin skiptir máli til þess að ná gæðunum og þar fylgir SS bestu þekktu aðferðum.
Hvað verkun og vinnslu varðar er mjög fátítt ef ekki einstakt að bjóðist kjöt af gripum þar sem allur skrokkurinn hefur fengið að hanga til meyrnunar. Algengast er að kjötið sé skorið fljótt niður og pakkað en þannig helst meginhluti vökvans inn í pakkningum. En með þeirri aðferð sem við notum, þ.e. að leyfa öllum skrokknum að hanga, meyrna ekki aðeins steikurnar heldur allt kjötið. Meyrnun kjötsins teljum við skýra umsagnir margra viðskiptavina um að hakkið frá okkur sé sérlega bragðgott og innihaldi miklu minni vökva en almennt gerist, sem kemur vel fram á pönnunni þegar hakkið er steikt.
Meyrnunin skilar sér einnig í gúllas og allar steikur frá okkur. Vökvatapið við þessa verkun er á bilinu 10 – 30 % af þyngd kjötsins, mismunandi eftir því hvort um sé að ræða hakk, gúllas eða steikur, sem þýðir auðvitað að viðskiptavinur okkar borgar ekki vökvann sem tapast.
Pakkningar
Við leggjum áherslu á sölu nautakjöts í þremur útgáfum, sjá „Nautið“, „Kokkurinn“ og „Steikin“ með því að smella á myndirnar hér að neðan:
- „Nautið“ er 1/4 skrokkur, 45 til 55 kg. af beinlausu kjöti.
- „Steikin“ eru um 4-4,5 kg af góðum steikum, 5 kg. af hakki og 12 hamborgarar (120 gr.)
- „Kokkurinn“ inniheldur hakk og gúllas.
Ef þú vilt breyta samseningu pakkans eða bæta við hann steikum skaltu taka það fram í „séróskir“ á pöntunarsíðunni eða hafa samband á kjot@sveitabaer.is. Við reynum að verða við því.