„Nautið“ er allajafna afhent í fyrstu viku hvers mánaðar.
„Steikin“ er uppseld.
„Kokkurinn“ er uppseldur.
Greiðslumáti
Staðgreitt með peningum
Staðfesting um millifærslu í netbanka.
Fóðrun
Fyrstu mánuðirnir eru hvað mikilvægastir, en þá eru kálfarnir á spena hjá móður sinni úti í góðum haga. Þegar harðasti veturinn fer að skella á hleypum við þeim inn og þeir fá ótakmarkaðan aðgang að hágæða heyi. Með því fá þeir smá heimaræktað bygg sem þeir eru sólgnir í.
Kjötið
Slátrun er á höndum SS á Selfossi. Kjötið er látið meyrna með því að láta það hanga við kjörhitastig í 14 daga áður en það er skorið. Kjötiðnaðarmenn SS sjá svo um að vinna kjötið fyrir okkur en þeir hafa hlotið mörg verðlaun fyrir sitt fag undanfarin ár.
Frágangur
Öllu kjöti er pakkað í snyrtilegar lofttæmdar umbúðir og vel merktar svo allir viti hvað er í hverri pakkningu. Ef keypt er 1/4 úr nauti eða meira færð þú að ráða magni í hverri pakkningu en í minni kössunum sem við bjóðum er hakk og gúllas í 500 gr. pakkningum og hamborgararnir 4 x 120 gr. í hverri pakkningu.
Afhending
Keyrum pantanir heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði, Selfossi, Hellu og Hvolsvelli. Á aðra staði sendum við með vöruflutningum eða flugi.